Árgjald FÍB 2019

Á stjórnarfundi í FÍB, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda nýlega, var samþykkt að árgjald félagsins árið 2019 verði kr. 8.220 til að mæta verðlagsþróun á árinu. Árgjaldið milli ára hækkar þannig um 240 kr. frá gjaldinu eins og það var 2018. Hækkunin er minni en hækkun vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði.  Þrátt fyrir hækkunina, sem tekur gildi frá og með 1. janúar, er gjaldið samt sem áður áfram umtalsvert lægra en meðalárgjald sl. 20 ára.

Mjög veruleg raunlækkun varð á árgjaldinu þegar gengi krónunnar hrundi í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Aðild að FÍB veitir félagsmönnum margvíslegan efnahagslegan ávinning og stuðning. Meðal þess er endurgjaldslaus aðgangur að þjónustu FÍB Aðstoðar á helstu þéttbýlissvæðum landsins. Félagsmenn hafa einnig endurgjaldslausan aðgang að ráðgjöf lögmanns og tæknimanns í ágreiningsmálum sem tengjast kaupum og rekstri bifreiða, svo sem viðhaldi, viðgerðum og tryggingum. Þá fá þeir aðgang að mjög víðtækri þjónustu og afsláttakerfi, bæði hér heima en einnig um allan heim.

FÍB vaktar og fylgist stöðugt með eldsneytisverði á heimsmarkaði og veitir íslenskum olíufélögum aðhald varðandi verðlagningu á eldsneyti hér á landi. Félag íslenskra bifreiðaeigenda var stofnað 6.maí 1932. FÍB er neytendanda-, og hagsmunafélag bifreiðeigenda.