Bílasala fer rólega af stað
Fyrstu þrjár vikur ársins voru nýskráningar fólksbifreiða alls 286. Samaborið við sama tímabil á síðasta ári er um 12% samdrátt að ræða en þá voru nýskráningar 325. Yfir 40% samdráttur var í bílasölu á öllu síðasta ári. Það verður fróðlegt að sjá hver þróunin verður í þessum efnum á næstu vikum og mánuðum.
Fyrstu þrjár vikur þessa árs hafa tæplega 80% nýskráninga farið í almenna notkun og 20% til ökutækjaleiga. Flestar nýskráningar eru í tengiltvinn bílum, alls 119 bifreiðar. Rafmagnsbílar eru 105 talsins og dísil-bílar í þriðja sætinu, alls 29 bílar.
Þegar einstakar bílategundir eru skoðaðar er Kia með flestar nýskráningar á fyrstu þremur vikum ársins, alls 82. Mercedes Bens með 23 bíla í öðru sæti og í næstu sætum koma Land Rover og Tesla með 19 bifreiðar.