Áróður fyrir Borgarlínunni hefur gengið út í hreinar öfgar

Í aðsendri grein um umferðarskipulag, borgarlínu og alþjóðlegar fyrirmyndir sem birtist Kjarnanum segir Þórarinn Hjaltason, umhverfisverkfræðingur, að í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sé gert ráð fyrir allt of dýru hraðvagnakerfi (Borgarlínan). Áróður fyrir Borgarlínunni hefur gengið út í hreinar öfgar. Í stjórnmálum eru þekkt ýmis áróðursbrögð, s.s. takmarkaðar upplýsingar, hálfsannleikur, villandi upplýsingar eða jafnvel hreinar rangfærslur.

Stjórnmálaflokkar beita gjarnan slíkum brellum, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Hins vegar er ekki mikið um að slíkum áróðursbrögðum sé beitt í greinargerðum og öðrum gögnum sem tengjast skipulagi segir í greininni.

Fram kemur í grein Þórarins m.a. að áróður í skipulagi getur verið af hinu góða, ef hann gengur ekki út í öfgar. Sæm dæmi má nefna áróður um vistvænar samgöngur í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Flest okkar geta tekið undir það að æskilegt sé að breyta ferðavenjum okkar, auka gæði almenningsvagnaþjónustu, ganga og hjóla meira og nota einkabílinn minna. Sem dæmi má nefna að á s.l. ári var þverpóli-tísk samstaða um að á næsta ári verði ferðatíðni tvöfölduð á álagstíma á stofnleiðum Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu.

Þá segir Þórarinn að þegar aðstandendur Borgarlínunnar ræða um að breyttar ferða-venjur muni leiða til þess að bílaumferð verði 20% minni en ella árið 2040 þá er gjarnan sagt í leiðinni að Borgarlínan sé veigamikill þáttur í því. Fólk sem hlustar á þetta eða les um þetta fær gjarnan á tilfinninguna að Borgarlínan muni leiða til þess að bílaumferð verði 20% minni en ella árið 2040.

Þetta er mjög lævís áróður og hafa margir fallið í þá gildru að eigna Borgarlínunni þessi 20%. Sannleikurinn er sá að markmiðið er að hlutur strætó (Borgarlínan + aðrir stætóar) vaxi úr 4% af öllum ferðum í dag upp í 12 % af öllum ferðum 2040. Það þykir mjög gott ef helmingur af nýjum farþegum verði fyrrverandi bílstjórar. Miðað við það mun Borgarlínan í besta falli leiða til þess að bílaumferð verði 4-5 % minni en ella árið 2040.

Grein Þórarins í heild sinni í Kjarnanum má nálgast hér.