Ástæður loftmengunar í Reykjavík greindar á málþingi

Málþing fyrir borgarbúa um loftgæði í borginni var haldið í vikunni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar æddu sérfræðingar um áhrif loftmengunar og um aðgerðir til að draga úr henni í borginni. Málþingið var haldið fyrir tilstuðlan umhverfis- og skipulagsráðs og heilbrigðisefndar Reykjavíkur. Ástæður loftmengunar voru greindar og hvað þurfi að gera til að draga úr uppsprettu hennar.

Fjallað var um ýmsar aðgerðir sem mögulegar eru til að draga úr loftmengun og hverjar þeirra væri fýsilegt að nota í Reykjavík. Sagt var frá vinnu stýrihóps við að marka stefnu í málaflokknum.Í viðleitni til að tryggja lýðræðisþátttöku borgarbúa um málefnið, er málefnið sett inn á samráðsgátt Reykjavíkurborgar en þar er leitað eftir góðum tillögum til að bæta loftgæði í Reykjavík.

Tillögur um gjaldtöku á notkun nagladekkja koma ekki til greina

Á málþingu kom fram að stýri­hóp­ur um loft­gæði í Reykja­vík væri með til skoðunar að taka upp gjald­skyldu á notk­un nagla­dekkja á höfuðborg­ar­svæðinu Ein­ar Þor­steins­son, borgarstjóri kom síðar seinna fram og sagði í sam­tali við mbl.is að til­lög­ur stýri­hóps um gjald­töku á notk­un nagla­dekkja inn­an borg­ar­mark­anna verði ekki samþykkt­ar. Hann bend­ir á að emb­ætt­is­menn hafi lagt fram til­lög­urn­ar til stýri­hóps­ins, en að stýri­hóp­ur­inn hafi ekki skilað af sér þess­um til­lög­um. Ein­ar segir það ekki koma til greina að samþykja til­lög­una.

Setja skil­yrði um dekkjaþvott og vökvun á þurru yf­ir­borði á fram­kvæmd­ar­svæðum

Stýri­hóp­ur­inn skoðar að ráðast verði strax í að setja skil­yrði um dekkjaþvott og vökvun á þurru yf­ir­borði á fram­kvæmd­ar­svæðum fyr­ir öll fram­kvæmd­ar­leyfi sem tengj­ast stærri fram­kvæmd­um. Þá verða fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og starfs­fólk Reykja­vík­ur­borg­ar hvött til þess að stunda fjar­vinnu þá daga sem loft­meng­un fer yfir til­sett mörk, auk þess sem kallað verður eft­ir auk­inni áherslu gegn notk­un nagla­dekkja í borg­inni.

Þá er lagt til bann við akstri dísil­bif­reiða þá daga sem veðuraðstæður skapa aukn­ar lík­ur á mik­illi köfn­un­ar­efn­is­díoxíðmeng­un, auk þess er til skoðunar að græn svæði verði af­mörkuð í skipu­lagi þar sem ákveðin öku­tæki mega ekki keyra inn á. Svipað fyr­ir­komu­lag hef­ur verið í Dan­mörku og Svíþjóð þar sem „græn svæði“ eru skil­greind og eru ákveðin öku­tæki ekki leyfð inn­an svæðis­ins.

Í máli Þorsteins Jóhannssonar, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun kom fram að það væri beint og mjög sterkt samband milli svifryks, slits á götum og nagladekkjanotkun.

Þröstur Þorsteinsson, prófessor við Háskóla Íslands, ræddi um hvaða áhrif mengun hefur á heilsu. Mengun vegna umferðar veldur aukningu í sjúkdómum og dánartíðni af völdum hjarta-og æðasjúkdóma og lungnakrabbameins, og einnig sykursýki, taugaskemmdum og áhrifum á fóstur.

Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Háskóla Íslands, beindi í sínu erindi athyglinni að sóti (black carbon) sem eru sá hluti svifryks sem talinn er hættulegastur heilsu, en þetta eru örfínar agnir sem geta ferðast djúpt í lungun.

Í ávarpi Aðalsteins Hauks Sverrissonar formanns heilbrigðisnefndar Reykjavíkur kom fram að loftgæði í Reykjavík eru í heild góð og borgin trjónir oft í efsta sæti í Evrópu í þeim flokki.