Athyglisverðar niðurstöður könnunar um öryggi barna í bílum

Ökumaður sem sinnir ekki skyldum sínum um verndun barna í bíl sem hann ekur
má búast við að verða s…
Ökumaður sem sinnir ekki skyldum sínum um verndun barna í bíl sem hann ekur má búast við að verða sektaður um 15 þúsund krónur og að fá einn refsipunkt í ökuferilsskrá fyrir hvert barn sem er laust eða án viðeigandi öryggisbúnaðar í bílnum.

Samgöngustofa og Landsbjörg með stuðningi nokkurra tryggingafélaga lögðu fyrir könnun á öryggi barna í bílum á þessu ári.
Könnunin var gerð við 60 leikskóla í 25 bæjarfélögum víða um land með 2.236 þátttakendum.
Félagar í deildum Landsbjörgu víða um land, starfsfólk tryggingarfélagana Sjóvár, TM, Vís og Varðar og starfsfólk Samgöngustofu sáu um framkvæmdina á vettvangi.

Í niðurstöðum könnunar um öryggi barna í bílum kemur fram að umtalsverður árangur hefur náðst á þessu sviði. Aukin notkun öryggisbúnaðar hefur orðið til þess að færri börn látast í umferðinni nú en fyrir 30 árum. Meðaltalið hefur þar lækkað úr 5,5 í 0,8. Árið 1985 voru 80% barna laus í bílum en árið 2015 voru þau 2%. Þrátt fyrir jákvæða þróun má gera enn betur og er árangur sveitarfélaga mismikill.  

Könnunin var gerð haustið 2015 í samstarfi Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Sjóvá og VÍS, en sambærilegar kannanir hafa verið gerðar undanfarin 30 ár. Könnunin í haust var gerð við 60 leikskóla í 25 bæjarfélögum víða um land með 2.236 þátttakendum.  

Skýrsla um niðurstöður könnunarinnar