Audi boðar nýjan smábíl – A1
Djarflegra útlit verður á nýjum Audi A1 smábíl en á Audi A2.
Audi boðar nú nýjan smábíl sem vænta má á markað í fyrsta lagi 2009. Þessi nýi bíll verður byggður á grunnplötu og gangverki VW Polo en í útliti verður hann mun djarflegri.
Ekki eru mörg ár síðan Audi reyndi síðast fyrir sér í smábílaflokknum. Það var með Audi A2 sem ekki er hægt að segja að markaðurinn hafi tekið með fagnaðarlátum þótt um væri að ræða traustan smábíl með ágæta aksturseiginleika og markverðar nýjungar í tæknilegu tilliti. Það var einna helst útlitið sem höfðaði ekki nógu vel til kaupenda en Audi A2 þótti þeim ósköp dauflegur í útlili og sérkennalítill.
Nú boðar Audi nýja tilraun undir gerðarheitinu A1 og sú verður mun djarflegri í útliti en A2 – hlaðbakur með stórum opnanlegum afturfleka og ýmist tveggja eða fjögurra dyra. Síðar, eða í fyrsta lagi á árinu 2010 mun svo koma opin sportgerð þessa nýja smábíls. Ekki mun enn vera ákveðið hvort sú gerð verður tveggja sæta blæjubíll (Roadster) eða svokölluð Cabriolet-gerð með tveimur „aukasætum“ afturí.
Þar sem flessi nýi bíll á ekki að verða dýr, verður í sparnaðarskyni notuð tækni frá VW Golf og VW Polo. Vélarnar verða hinar velflekktu FSI bensínvélar frá VW eða TDI dísilvélar og síðar verður flessi nýi bíll fáanlegur með hinni aflmiklu en litlu TSI vél.