Aukið langdrægi

Þýskt tæknifyrirtæki sem heitir Nomadic Power hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá ESB til að þróa sérstaka rafhlöðukerru til að hengja aftan í rafbíla til að auka drægi þeirra. Mögulegt á að verða að hlaða rafmagni inn á kerru þessa á hraðhleðslustöðvum, frá heimilisrafmagninu eða á stöðum þar sem komast má í rafmagn sem framleitt er með sólar- og vindorku.

   Flestir rafbílar til heimilisnota komast þetta 150-200 kílómetra á hleðslunni en með rafhlöðkerrunni góðu aftan í eru drægið sagt aukast upp í um það bil 600 km. Hjá Nomadic Power hefur verið smíðuð amk ein svona kerra. Fullhlaðin rúmar hún 85 kílóWattstundir af rafmagni frumgerð og getur bæði nýst sem drægisauki fyrir rafbílinn en líka sem varaaflstöð fyrir heimili.

   En þótt hugmyndin að kerrunni sé í sjálfu sér góð og gild þá er það nú þannig að algengustu rafbílarnir í Evrópu, eins og t.d. Nissan Leaf og BMW i3 eru þannig byggðir að ekki er mögulegt að skrúfa á þá dráttarbeisli sem stenst öryggiskröfur og gerðarviðurkenningarkröfur.