Bandarískir sítrónubílar eru ekki lengur í ábyrgð

Svokölluð ,,sítrónulög“  í Bandaríkjunum eru ákvæði til að auka rétt neytenda ef upp kemur galli sem ekki er að hægt að gera við innan ákveðins tímaramma. Ef hins vegar framleiðandi ökutækisins stenst ekki umræddan tímaramma er hann skyldugur að kaupa hann til baka og bíllinn fær titilinn ,,lemon law“. Fyrir vikið fellur hann í verði á endursölumarkaði. Þetta var meðal þess sem kom fram í umfjöllun um málið í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni en þar var Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, sem upplýsti hlustendur um þetta tiltekta mál.

Fram kom í máli Runólfs að brögð hafa verið á því að aðilar hafa verið að flytja þessa bíl inn á markað hér á landi og selja án þess að fólk gerir sér grein fyrir því hvað það geti haft í för með sér. Síðan taki sig upp bilanir og þá kemur í ljós að engin ábyrgð er á þeim frá framleiðandnum þó um nýja bíla sé um að ræða. Þetta er það sem fólk verður að vara sig á.

,,Samgöngustofa á að sjá til þess að þetta séð skráð inn í skráningarvottorð ökutækisins þegar það kemur til landsins. Það sem hefur verið skráð er textinn ,,lemon law" sem íslenskir neytendur átta sig ekki á hvað þýðir. Í ákveðnum dæmum og nýjum tilfellum er ekki einu sinni búið að skrá þetta inn í ökutækjaskrá. Þar hafa verið einhver handvöm á ferðinni. Ég vil gagnrýna samgöngustofu fyrir það að það eru of mörg tilvik um það að það séu rangar skráningar. Við höfum fengið ábendingar frá fólki sem hefur keypt bíl þar sem stendur í ökutækjaskrá að þeir séu fjögurra hjóla drifnir en eru bara með drif á einum öxli. Þetta eru bara hlutur sem þarf að vera í lagi,“ sagði Runólfur Ólafsson í þættinum.

Runólfur sagði að síðan á haustmánuðum hefði FÍB fengið ábendingar um sex tilvik og það væru allt of mörg tilvik. Réttarstaða fólks sem lendir í svona málum eru oft mjög erfið því það eru dæmi um að þessi bílar séu fluttir inn í gegnum milliliði og bíllinn kemur inn á nafni þess sem tekur við bílnum. Samkvæmt íslenskri neytendalöggjöf á einstaklingurinn kröfu á þann sem hann kaupir af. Þarna er milliliðurinn allt í eini orðinn umboðsaðili. Hann hefur ekkert með það selja einstaklignum bílinn heldur er milliliðurinni að koma greiðslum til seljandans í Bandaríkjunum í þessu tilfelli.

Viðtalið við Runólf Ólafsson í heild sinni má nálgast hér.