Bens­ín og dísil­vél­abílar bannaðir í Tokyo frá 2035

Margar stórborgir hafa sett sér það markmið að útiloka með öllu bifreiðar úr borgum sínum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti á komandi árum. Nokkrar borgir ætla að útloka þessar bifreiðar fyrir 2030 og enn aðrar á árunum þar á eftir.

Borgaryfirvöld í japönsku borginni Tokyo tilkynntu í vikunni að þau hyggðust útloka jarðefnaeldsneytis bifreiðar og götum frá 2035. Tíminn einn verður að leiða ljós hvort þessi óform ganga eftir því mikil vinna sem snýr að öllum innviðum blasir nú við borgaryfirvöldum.

Hér á landi er stefna stjórnvalda að ný­skrán­ing­ar bens­ín- og dísil­bíla verði al­mennt óheim­il­ar eft­ir árið 2030. Þessi aðgerð og fleiri eru hluti af átaki í orku­skipt­um í vega­sam­göng­um, sem hef­ur það mark­mið að notk­un jarðefna­eldsneyt­is legg­ist á end­an­um af.