Bensín eða dísilbíll næst?

The image “http://www.fib.is/myndir/Nyrdisilmotor.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
43,3 prósent þeirra sem svöruðu spurningu hér á vefnum um hugsanleg kaup á dísilbíl kváðust ætla að fá sér dísilbíl næst þegar heimilisbíllinn verður endurnýjaður. Ef marka má svörin þá hefur breytingin úr þungaskatti á dísilbíla yfir í olíugjald haft þau áhrif að dísilknúnir fjölskyldubílar eru í hugum fólks orðinn valkostur á við bensínknúna bíla.
Spurningin var þessi: Ætlar þú að fá þér dísilbíl næst þegar þú endurnýjar heimilisbílinn?
Samtals svöruðu spurningunni 728 manns. 43,3 prósent svöruðu játandi sem fyrr hefur verið sagt, 33,1 prósent svörðuð neitandi og 23,6 prósent höfðu ekki gert málið upp við sig.
Samkvæmt upplýsingum Jóns Trausta Ólafssonar upplýsingafulltrúa Heklu var hlutfall díslbíla í sölu á Skoda bílum fyrstu tvo mánuði síðasta árs um átta prósent. Síðustu tvo mánuði ársins var það hins vegar hlutfall dísilbíla orðið 50 prósent. Jón Trausti segir að af þeim bílategundum sem Hekla og dótturfélög selja (Audi, Kia, VW og Mercedes) þá virðist sem dísilútgáfur Skoda hafi tekið best við sér í sölu.
The image “http://www.fib.is/myndir/Bensedadis.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.