Bensínbílar tveir þriðju allra ökutækja í landinu

Heildarfjöldi skráðra ökutækja á Íslandi í árslok 2017 var 366.888 en þar af voru 294.482 ökutæki í umferð á þeim tíma. Að meðaltali voru því fleiri en eitt ökutæki skráð á hvern Íslending 2017.

Frá árinu hefur ökutækjum á skrá fjölgað um tæp 23% á meðan mannfjöldi á sama tímabili hefur einungis aukist um 9%.

Samkvæmt flokkun Samgöngustofu eru bensínbílar ennþá ríflega tveir þriðju allra ökutækja. Hlutur annarra orkugjafa hefur þó aukist nokkuð á milli ára.