Benz-AMG-tryllitæki hjá Öskju

http://www.fib.is/myndir/Benz_c_class_amg.jpg
AMG-Mercedes C

Í dag, föstudag, og á morgun, laugardag, sýnir Bílaumboðið ASKJA, Laugavegi, AMG útgáfur nokkurra gerða Mercedes Benz fólksbíla. AMG er einskonar sportbíladeild Mercedes þar sem vélar, gangverk og yfirbyggingar eru uppfærðar og bílarnir gerðir að verulega öflugri tryllitækjum en þeir þó eru í grunninn. Meðal sýningargripa verða nýr Mercedes C 63 AMG, með 457 hestafla vél sem skýtur bílnum í hundraðið á 4,57 sekúndum, Mercedes S 63 AMG sem er 525 hestafla lúxubíll og jeppinn Mercedes ML 63 AMG, sem er 510 hestafla. Loks er að geta tveggja sæta sportbílsins SLK 55 AMG sem er 360 hestafla.

Tryllitækjasýningin verður í sýningarsal ÖSKJU, Laugavegi 170, og stendur yfir frá kl. 10-18 í dag, föstudag og frá kl. 10-16 á morgun, laugardag.