Besta söluár í sögu Volvo

Sænski bílaframleiðandinn Volvo náði merkum áfanga í sögu fyrirtækisins þegar bílaframleiðandinn náði að selja yfir 700 þúsund bíla á einu ári. Alls seldust 705.452 bílar á árinu 2019. Yfir 45 þúsund tengiltvinnbílar seldust sem er aukning um 23% frá árinu 2018. Söluhæsti bíllinn var Volvo XC60, rúmlega 200 þúsund bílar.

Håkan Samuelsson, forstjóri Volvo, er að vonum í sjöunda himni með þennan árangur. Hann sagði fyrirtækið hafa haldið sinni markaðhlutdeild á öllum helstu sölusvæðum. Haldið verði áfram að byggja ofan á þennan árangur og hann væri bjartsýnn að nýja árið yrði fyrirtækinu gott.

Þetta var sjötta árið í röð sem Volvo eykur söluna en athygli vakti að besti sölumánurðinn var í desember. Volvo Cars seldi 154.961 bifreiðar í Kína á árinu 2019. Það er um 18,7% aukning frá árinu á undan og hefur salan þar aldrei verið betri. Á Bandaríkjamarkaði seldust í fyrsta skipti yfir 100 þúsund bílar, alls seldust rúmlega 108 þúsund bílar.

Í Bandaríkjunum seldi Volvo Cars 108.234 bíla og brýtur 100.000 bíla múrinn sem í fyrsta skipti síðan 2007. Samanborið við 2018 jókst sala um 10,1% á Bandaríkjamarkaði. Í Evrópu var salan sérstaklega mikil í Þýskalandi þar sem fyrirtækið seldi meira en 50.000 bíla í fyrsta skipti í sögu sinni

Eins og áður sagði heldur XC60 jeppinn áfram að vera mest seldi bíll fyrirtækisins á heimsvísu og síðan fylgja XC40 og XC90 jepparnir.