Bifreiðar skráðar yngri en þær eru í raun

Borið hefur á því hér á landi að skráning bifreiða gefi til kynna að þær séu yngri en þær eru í raun og veru.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, sagði í samtali við Morgunblaðið að það skipti auðvitað máli hvort menn sé að kaupa bíl frá 2008 eða 2010. Morgunblaðið segir frá því að nýverið hafi einstaklingur rekist á Kía-bifreið sem skráð væri 201o en við nánari athugun hafi komið í ljós að framleiðsluár hennar hafi verið 2008.

Runólfur segir í samtalinu að FÍB hafi lengi gangrýnt stjórnvöld fyrir það hversu takmarkaðar upplýsingar koma fram í skráningarvottorðum bifreiða. FÍB hafi rætt þessi mál við ráðherra og komið athugasemdum áleiðis. Runólfur segir að tilvik sem að framan greinir sem séu öðru hvoru að koma upp á uppborðið.  Vandamálið liggi í regluverkinu.

Hann segir að það sé nóg að vera með eitt af þessu þremur í skráningarvottorðinu, fyrsta skráningardag, ágerð eða hönnunarár, eða framleiðsluár. Áður nægði að fram kæmi árgerð, framleiðsluár og skráningardagur. Regluverkinu er síðan breytt 1999 og fullyrt að það væri vegna framkvæmdar Evrópusamninga. Það sé hins vegar ekki rétt en víða í Evrópu er skráningin nákvæmari. Runólfur fullyrðir að með þessari breytingu hafi verið að ganga erinda bílainnflytjenda. Samt sem áður séu skyldur seljenda bifreiða miklar. Upplýsa þurfi allt varðandi bílinn og auðvitað skipti máli hvort þú ert að kaupa bíl frá 2008 eða 2010. Bíllinn gæti hafa staðið í tvö ár og það getur verið í góðu lagi ef þú færð að njóta þess í formi verðs bílsins.

Bílasölum beri sem hlutlausum milligöngumönnum að tilkynna kaupendum ef bifreið sé eldri en fyrsti skráningardagur gefur tilefni til. Deilumál um slíkt hafa farið fyrir úrskurðarnefnd og niðurstaðan séskýr. Flestir bílasalar standi sig vel í þessum efnum. Öllu máli skipti að stjórnvöld standi sig í stykkinu og taki upp fyrri skráningareglur. Það er einfaldlega besta leiðin til að upplýsa neytendur um hvaða vörur þeir eru að kaupa.