Bikblæðingar víða á landinu

Vegagerðin biður bílstjóra um að sýna aðgát á vegum landsins vegna bikblæðinga. Hitabylgjan á landinu veldur því að víða er malbikið að losna.

Bikblæðinga hefur orðið vart víða á landinu. Tilkynningar hafa borist úr Borgarfirði, af Bröttubrekku, norðan Búðardals, á sunnanverðum Vestfjörðum, við Víðigerði, við Vatnsdalshóla, á Öxnadalsheiði, á Ólafsfjarðarvegi á Víkurskarðsvegi, Aðaldalsvegi, á Mývatnsöræfum, á Fagradal, Fjarðarheiði og við Kerið.

Vegagerðin biður vegfarendur um að sýna aðgát og að draga úr hraða.

Nánar um fréttina má lesa á fibfrettir.is