Bílaeldsneytið hækkar

Bifreiðaeldsneyti hækkaði í verði í gær hjá Olís og Esso um kr. 2,70 og kostar lítrinn af bensíninu nú víðast hvar kr. 100,30 og dísilolían er á 47,60. Fullt þjónustuverð er kr. 107,30 og kr. 54,10 á dísilolíunni. Félögin fetuðu þannig í spor Skeljungs sem hækkaði hjá sér um sömu upphæð sl, föstudag. Ástæða hækkunarinnar er stígandi heimsmarkaðsverð.
Nú fæst ódýrasta eldsneytið hjá Orkunni en bensínverð þar er víðast hvar kr. 96,10 og á dísilolíunni kr. 43,60. Hjá Atlantsolíu kostar bensínlítrinn 97,20 og dísilolían kostar 44,70.