Bílasala dregst saman og verksmiðjum lokað í Kína

Bílasala í Kína drógst saman um 18,7% í janúar ef bornar eru saman tölur við sama mánuð á síðasta ári. Þetta er 19. mánuðurinn í röð sem samdráttur er í bílasölu í Kína. Ástæður fyrir þessu eru eflaust margar en sérfræðingar benda þá einna helst á Covid19 veiruna og eins fór að hægjast á öllum hagvexti í landinu á síðasta ári.

Stjórnvöld í Kína hafa að vonum áhyggjur af þróun mála. Stærstu bílaverksmiðjurnar í Kína hafa hægt á framleiðslu sinni síðustu vikurnar vegna Covid19 veirunnar og í nokkrum tilvikum hefur verið griptið til þess ráðs að loka verksmiðjum. Sumum þeirra verður lokað til 9. mars.

Covid19 verian hefur meira og minna komið niður á viðskiptum og iðnaðarframleiðslu í Asíu. Nokkrir bílaframleiðendur í Japan hafa gefið þær skipanir út til starfsmanna sinna að þeir dragi í ferðalögum tengdum störfum sínum vegna veirunnar.