Bílasala fer ágætlega af stað á nýju ári– hlutdeild nýorkubíla 85%

Nýskráningar fólksbifreiða fer ágætlega af stað á nýju ári. Á fyrstu tveimur vikum þess árs eru nýskráningar alls 414 en voru á sama tímabili 2021 285. Er þarna um að ræða um 45,3% aukningu samkvæmt tölum frá Bílagreinasambandinu.

Hlutdeild nýorkubíla í nýskráningum það sem af er árinu er 85% sem gefur tvímælalaust vísbendingar um hvert markaðurinn er að stefna. Hlutdeild rafmagnsbíla á fyrstu tveimur vikum þessa árs er um 44,2%. Tengiltvinnbílar eru í öðru sæti með 26,8% hlutdeild og hybrid 14,0%. Dísilbílar eru með 10,6% hlutdeild og bensínbílar 4,3%. Bílar til almennra notkunar er 94,0% og til bílaleikga 5,6%.

Nýskráningar í Toyota er flestar, eða 65 bílar á fyrstu tveimur vikum þessa árs sem gerir 15,7%. Jeep er með 13,0% hlutdeild og 54 bíla. Kia er með 44 bíla og 10,6% hlutdeild. Í næstu sætum koma Hyundai með 38 bíla og Skoda með 28 bíla.