Löng leit að bílastæðum veldur umferðartöfum

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir viðamiklar framkvæmdir og löng leit ökumanna að bílastæðum valdi umferðartöfum í miðborginni að því er Fréttablaðið fjallar um.

Vitnar hann þar í ályktun stýrihóps sem áætlar að lengja gjaldtöku á bílastæðum í miðborginni, bæði frameftir kvöldi og fram á sunnudaga sem hingað til hafa verði gjaldfrjálsir dagar. Þar kemur fram að 30% umferðar í umferðinni stafi af ökumönnum í leit að bílastæðum, en Runólfur bendir auk þess á viðamiklar framkvæmdir á svæðinu.

„Þessi svokallaða stýring bílastæða virðist ganga út frá því að draga enn frekar úr möguleikum íbúa og gesta á að sækja inn í kjarna höfuðborgarinnar, segir Runólfur um tillögur stýrihópsins sem vilja með ákvörðuninni auka nýtingu bílastæðahópa borgarinnar.

„Á undanförnum árum hefur bílastæðum í miðborginni fækkað verulega, og á sama tíma hefur orðið sprenging í fjölda ökutækja í höfuðborginni meðfram þeirri ferðamannaöldu sem hefur gengið yfir síðustu ár. Því hefur ekki verið mætt með auknu framboði heldur frekari þrengingu," sagði Runólfur Ólafsson meðal annars.