Bílaumboðið Askja innkallar 31 Mercedez Benz bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á 31 Mercedes Benz Actros 963, Antos 963, Arocs 964, Atego 967 og Econic 956 bifreiðum.

Ástæða innköllunarinnar er sú að í fáum tilfellum hefur Active Brake Assist system (ABA) kerfið mislesið gögn og haldið að hlutur sé fyrir framan bifreiðina og bremsað niður bílinn. Á meðan þetta er að gerast hefur ökumaður bifreiðarinnar tækifæri á því að hætta við neyðarhemlunina.

Eigendur fá send bréf um þessa innköllun og mögulega bilun. Eigendur fá annað bréf þegar uppfærslan er klár í maí og beðnir um að bóka tíma á hjá Bílaumboðinu Öskju.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við bílaumboðið Askja ehf. ef þeir eru í vafa.