Bílaverksmiðjur loka tímabundið eða draga úr framleiðslunnii

Í ljósi alvarlegra aðstæðna vegna kór­ónu­veirunn­ar hafa nokkrar bílaverksmiðjur í Evrópu ákveðið að loka verksmiðjum sínum eða draga verulega úr framleiðslu sinni á næstunni.

Móðurfyrirtæki Peugeot, Citroen, Opel og Vauxhall hafa ákveðið að setja á framleiðslustöðvun sem gilda mun næstu tvær vikurnar að minnsta kosti. Bílaverksmiðjurnar í Mulhouse í Frakklandi og í Madríd lokuðu í gær.Vauxhall verksmiðjan í Luton og PSA í Trnava í Slóvakíu stöðva framleiðslu í dag.

Í tilkynningu kemur fram að með hliðsjón að útbreiðslu kórónaveirunnar er ekkert annað í stöðunni að stöðva tímabundið framleiðsluna eða draga verulega úr henni. Búist er við að fleiri verksmiðjur þurfi að grípa til svipaðra aðgerða á næstunni. BMW hefur óform um að loka nokkrum verksmiðjum sínum í Evrópu á næstu dögum.

Ítölsku Fíat verksmiðjurnar höfðu áður tekið ákvörðun um að loka tímabundið verksmiðjum sínuum