Bíll ársins 2008 í Indlandi - Hyundai i10

http://www.fib.is/myndir/Hyundaii10.jpg

Val á bíl ársins er nýtt fyrirbrigði í Indlandi,. Valið fór fram nýlega í þriðja sinn við mikla og fjölsótta athöfn í borginni Mumbai. Bíll ársins er Hyundai i10.

Flest stærstu bílatímarit Indlands og dagblöð standa að valinu og í dómnefndinni sitja þeir bílablaðamenn sem Indverjar taka hvað mest mark á. Dómnefndin vinnur út frá þeim forsendum að finna þann nýja bíl sem best sameinar gæði, öryggi og aksturseiginleika. Eins og annarsstaðar þar sem slíkt val fer fram er tekið tillit til þátta eins og verðs, notagildis, þæginda, útlits og eldsneytiseyðslu.

Hyundai i10 kom á markað í Indlandi 31. okt. 2007 og fékk frá fyrstu stundu góðar viðtökur. I10 var frumsýndur evrópskum bílakaupendum í Bologna á Ítalíu í desember sl.