Bíll ársins 2013 í Evrópu

Val á bíl ársins 2013 í Evrópu stendur nú yfir og verða úrslit kynnt við opnun bílasýningarinnar í Genf þann 4. mars nk.

Valið nú stendur milli átta nýrra (nýuppfærðra) bíla af þeim 32 sem upphaflega voru tilnefndir. Þessir átta bílar eru Ford B-Max, Hyundai i30, Mercedes A-klass, Peugeot 208, Renault Clio, Subaru BRZ/Toyota GT86, Volkswagen Golf og Volvo V40.

Þeir sem velja bíl ársins í Evrópu eru 58 bílablaðamenn frá 22 Evrópuríkjum. Venjulega eru sjö bílar í úrslitavalinu. Ástæða þess að þeir eru átta nú, er sú að í atkvæðagreiðslu um hverjir kæmust áfram í lokavalið fór á þann veg að ekki þótt hægt annað en bæta áttundan bílnum inn í lokavalið. Hver bílanna er bíll ársins 2013 verður tilkynnt við sérstaka athöfn í tengslum við opnun bilasýningarinnar í Genf 4. mars nk.