Bjóða bætur í stóra útblásturs hneykslinu

Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Volkswagen hafa boðist að greiða þýskum bíleigendum um 830 milljónir evra  sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu. Um það bil 450 þúsund eigendur Volkswagen dísilbíla höfðuð mál á hendur Volkswagen bílasmiðjunum.

Samningaviðræður þýskra bílaeigenda og þýsku neytendasamtakana við Volkswagen hafa staðið lengi yfir og virðist sem aðilar séu farnir að sjá til lands þótt ekkert sé fast í hendi ennþá. Engin formleg yfirlýsing um málið hefur verið gefin út. Héraðsdómsstóllinn í Braunschweig miðlar málum á milli aðila

Volkswagen beið alvarlegan álitshnekki í september 2015 eftir að upp komst að þessi annar tveggja stærstu bílaframleiðenda heims hafði komið fyrir hugbúnaði í tölvukerfi nokkurra sinna vinsælustu dísilknúnu bílgerða – búnaði sem fegraði stórlega mengunarmæliniðurstöður bílann

Komið var fyrir hugbúnaði eða forrití í tölvum bílanna sem skynjar það þegar byrjað er að mengunarmæla þá. Búnaðurinn gangsetur þá hreinsibúnaðinn í útblásturskerfi bílsins sem annars er lítt eða ekki virkur í venjulegri daglegri notkun hans.

 Þetta þýddi að mengunarmælingin sýndi mjög fegraða mynd af losun NOx sambanda og sótagna sem eru krabbameinsvaldar. Þær mengunartölur sem svona fengust og voru skráðar í gerðarviðurkenningarskjöl bílanna eru því hrein og bein fölsun.