BL ehf. innkallar Hyundai bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 14 bifreiðum af gerðinni Hyundai H1 TQ, framleiðsluár 2015-2016.

Ástæða innköllunar er að upp hefur komið tilvik um leka á hráolíuslöngu við samskeyti, hráolíuleki getur komið í vélarrúmi og ef ekkert er gert þá getur lekið hráolíu. 


BL ehf mun hafa samband við eigendur viðkomandi bifreiða. 

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við BL ehf. ef þeir eru í vafa.