Blönduóslögreglan hlaut Umferðarljósið

http://www.fib.is/myndir/StulliBjarni_7237.jpg
Bjarni Stefánsson sýslumaður á Blönduósi ásamt lögreglumönnum sínum, tekur við Umferðarljósinu á Umferðarþingi 2006 fyrir stundu.


Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sæmdi nú fyrir stundu Blönduóslögregluna Umferðarljósinu, hvatningarverðlaunum umferðarráðs, fyrir góðan árangur í slysavörnum í umferðinni í sínu umdæmi. Lögreglan á Blönduósi hefur um árabil haldið uppi öflugu umferðareftirliti m.a. í því skyni að halda umferðarhraða inna lögbundinna marka.

Verðlaunaafhendingin fór fram í upphafi Umferðarþings sem nú stendur á Hótel Loftleiðum, en þinginu lýkur síðdegis á morgun. Jafnframt sæmdi ráðherra Óla H. Þórðarson gullmerki umferðarráðs fyrir langan, góðan og ósérhlífinn starfsferil að umferðaröryggismálum, en hann lætur af störfum að umferðarmálum um næstu áramót. Óli H. Þórðarson var ekki viðstaddur til að veita viðurkenningunni móttöku.http://www.fib.is/myndir/Umfer(eth)arlj.jpg