Bresk stjórnvöld ætla að banna dísil- og bensín bíla fyrir 2040

Mikil umræða á Bretlandi síðustu misseri vegna aukinnar loftmengunar hefur ýtt við stjórnvöldum þar í landi sem hyggjast leggja til að notkun bensín- og dísilbifreiðar verði bannaðar frá árinu 2040.

Settir verða á stofn sjóðir til að bæjarfélög á Bretlandseyjum geti með auðveldari hætti tekist á við þennan vanda sem stjórnvöld líta orðið mjög alvarlegum augum.

Loftmengun hefur aukist til muna hin síðustu ár í London og öðrum stórborgum á Bretlandi. Talið er að á fjórða tugþúsunda manna látið lífið á hverjum ári sem rekja megi til útblástur frá díselbílum.

Til að vinna bug á þessum vanda eru rafmagnsbílar ein lausnin en salan á þeim hefur ekki verið eins mikil og vænst var eftir. Nú horfir til betri tíma í þeim efnum en verðið á þeim bílum hefur lækkað mikið sem gefur almenningi meiri möguleika að fjárfesta í slíkum bíl.