Breytt gjaldheimta á bíla frá áramótum

Frá og með nýju ári gjörbreytist innheimta vörugjalda sem lögð eru á nýja bíla við innflutning. Sömuleiðis gjörbreytist innheimta bifreiðagjaldanna, sem fyrir um tveimur áratugum voru lögð á eftir þyngd bíla til að stoppa í þáverandi fjárlagagat. Bifreiðagjöldin áttu þá að vera tímabundin. Bæði vörugjöldin og bifreiðagjöldin verða nú framvegis lögð á bíla eftir því hversu mikið af CO2 þeir gefa frá sér í akstri á hvern kílómetra samkvæmt gerðarviðurkenningarplöggum. Þetta er orðað þannig í þriðju grein nýju laganna þannig:

„Á fólksbifreiðar og önnur vélknúin ökutæki, sem ekki eru sérstaklega tilgreind í 4. og 5. gr., skal lagt vörugjald samkvæmt aðalflokki í eftirfarandi gjaldbilum miðað við skráða losun koltvísýrings (CO2) viðkomandi ökutækis, mælt í grömmum á hvern ekinn kílómetra.“  

 

 

 

Gjald í %

 

Gjaldbil

Skráð losun CO2

Aðalflokkur

Undanþáguflokkur

skv. 5. gr.

 

 

 

 

A

0–80

0

0

B

81–100

10

0

C

101–120

15

0

D

121–140

20

0

E

141–160

25

5

F

161–180

35

10

G

181–200

45

15

H

201–225

55

20

I

226–250

60

25

J

yfir 250

65

30

Á töflunni hér til hliðar sést hvernig vörugjaldaálagning verður í endanlegri útfærslu sem tekur gildi 1. janúar 2013. Innheimtan eyðslufrekari bílana hefst nefnilega ekki strax með fullum þunga, heldur verður gefinn afsláttur af gjöldunum á þá tvö næstu árin. Fyrra árið verður aflátturinn allt að 20% en 10% á síðara aðlögunarárinu.

 Ef ökutæki er framleitt og skráð með metan sem aðalorkugjafa skal vörugjald ökutækisins að hámarki vera 1.250.000 kr. lægra en útreikningur skv. 1. mgr. segir til um. Lækkun samkvæmt þessum lið skal jafnframt eiga við um ökutæki sem tilgreind eru í g- og h-lið 2. tölul. 4. gr.
Lækkun á vörugjaldi sem gjaldanda hlotnast samkvæmt undanþáguflokki 1. mgr. getur aldrei numið hærri fjárhæð en 1.250.000 kr.

 Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

       
Gjald-
bil
Skráð CO2
losun
Aðal-
flokkur
Undanþágu-
flokkur skv.
5. gr
G 181-200 36 12
H 201-225 44 16
I 226-250 48 20
J yfir 250 52 24

Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. skal vörugjald í eftirfarandi gjaldbilum gilda fyrir ökutæki sem eru innflutt og tollafgreidd á árinu 2011 og falla í þau gjaldbil sem tilgreind eru í töflu:

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.
9. gr.
    D-liður 2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Bifhjól sem hvorki telst bifreið né torfærutæki, er aðallega ætlað til fólks- eða vöruflutninga, er á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, eða á þremur eða fleiri hjólum og er 400 kg að eigin þyngd eða meira.

Gjörbreytt bifreiðagjöld

Mikil breyting verður á bifreiðagjöldunum frá og með áramótunum. Gjöldin ráðast ekki lengur af þyngd bíla heldur af því hversu miklu CO2 þeire blása frá sér á hvern ekinn kílómetra. Þetta er tíundað í 10 grein laganna en hún er svohljóðandi:

Gjald-
bil
Skráð CO2
losun
Aðal-
flokkur
Undanþágu-
flokkur skv.
5. gr
G 181-200 41 14
H 201-225 50 18
I 226-250 54 23
J Yfir 250 59 27

Bifreiðagjald á hverju gjaldtímabili miðast við skráða losun koltvísýrings (CO2) viðkomandi ökutækis. Skráð losun er mæld í grömmum á hvern ekinn kílómetra.
    Bifreiðagjald ökutækis á hverju gjaldtímabili, að eigin þyngd 3.500 kg eða minna, skal vera 5.000 kr. fyrir losun allt að 121 gramms af skráðri kolefnislosun ökutækis en 120 kr. fyrir hvert gramm af skráðri losun umfram það.
    Liggi upplýsingar um skráða losun koltvísýrings viðkomandi ökutækis ekki fyrir skal losun ökutækis ákvörðuð sem 0,12 grömm á hvert kíló skráðrar eigin þyngdar ökutækisins að viðbættum 50 grömmum af koltvísýringi.
    Bifreiðagjald ökutækis, að eigin þyngd meira en 3.500 kg, á hverju gjaldtímabili er 46.880 kr. að viðbættum 2 kr. fyrir hvert kíló skráðrar eigin þyngdar ökutækis umfram 3.500 kg. Bifreiðagjald ökutækis, að eigin þyngd meira en 3.500 kg, skal þó ekki vera hærra en 73.800 kr. á hverju gjaldtímabili.

   Sérákvæði verður um metanknúna bíla og kemur það fram í 4. gr. laganna: Ökutæki sem framleidd eru og skráð með metan sem aðalorkugjafa eða hefur verið breytt þannig að þau geti nýtt metan og breytingin hlotið vottun skoðunarstöðvar skulu greiða lágmark bifreiðagjalds skv. 2. gr.