Brimborg innkallar 165 Volvo bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf  um að innkalla þurfi 165 Volvo XC90 bifreiðar af árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælivatnshosa morkni vegna hita og rakabreytinga.   

Viðgerð felst í að skipt verður um kælivatnshosuna í öllum bílum. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina  bréfleiðis. 

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.