Citroën C3 frumsýndur á Íslandi

Brimborg frumsýnir nýjan Citroën C3 laugardaginn 10. júní milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Citroën hjá Brimborg að Bíldshöfða 8.Vindur breytinga blæs nú í gegnum fjölbreytta bílalínu Citroën. Nýtt útlit Citroën C3 er í takt við nýja strauma í litum og áferð.

Nú hefur C3 líka fengið hina bráðsnjöllu Airbump® hlífðarklæðningu. Einstakt útlit C3 fær hann til að standa uppúr í sínum flokki. Hægt er að fá nýjan Citroën C3 í fjölbreyttum litasamsetningu bæði að innan sem utan. Nýr Citroën C3 er á frábæru verði frá 1.970.000 kr.

Í Citroën C3 er margvíslegur öryggisbúnaður og má þar nefna Brekkuaðstoð, hún hjálpar þér að taka af stað í brekku og kemur í veg fyrir óæskilega hreyfingu á bílnum þegar þú tekur fótinn af bremsunni. Blindpunktsaðvörunarkerfi sem gefur til kynna, með tákni í hliðarspeglum, ef ökutæki er í blindpunkti ökumanns.

Veglínuskynjari sem gerir þér viðvart ef þú ferð yfir veglínu þegar þú ekur á meira en 60 km/klst og bakkmyndavél sem kemur upp á skjá í mælaborði bílsins þegar þú setur í bakkgír. Bakkmyndavélin einfaldar lífið og eykur öryggi.

Með vegmyndavél Citroën C3 getur þú tekið upp það sem gerist í ökuferðinni. Myndavélin er hluti af baksýnisspeglinum, hún tekur upp það sem gerist fyrir framan bílinn þinn, getur tekið upp video & kyrrmyndir.

Meðal þeirra 25 alþjóðlegu verðlauna sem nýr Citroën C3 hefur hlotið eru Best Urbanite hjá BBC Top Gear Best Car, Car of the Year í Grikklandi og Red Dot hönnunarverðlaunin hjá alþjóðlegri dómnefnd svo eitthvað sé nefnt.