Costco lækkar lítrann af díselolíu um þrjár krónur

Costco hefur lækkað lítrinn á díselolíu um þrjár krónur. Við opnunina í byrjun vikunnar kostaði lítrinn 164,9 krónur en í dag er verðið 161,9 krónur.

Þegar verðið er skoðað hjá íslensku olíufélögunum er lítrinn ódýrastur hjá hjá sérstökum X-stöðvum Orkunnar. Þar kostar hann 170,6 krónur sem er 8,7 krónum hærra en hjá Costco.

Hjá Costco kostar lítrínn hins vegar af bensíni 169,9 krónur. Hjá íslensku olíufélögunum er hann ódýrastur hjá X-stöðvum Orkunnar á 185,7 krónur sem er 15,8 krónum hærra en hjá Costco.