Íslendingurinn dæmdur í Danmörku

Dómur hefur fallið í Danmörku í máli Íslendings sem ákærður var fyr­ir óðs manns akst­ur eða van­vidskør­sel eins og það heit­ir í nýj­um um­deild­um dönsk­um lög­um. Í héraðsdómi féllst að dóm­ari á all­ar kröf­ur ákæru­valds­ins, eigna­upp­töku bíla­leigu­bif­reiðar til rík­is­sjóðs, eins mánaðar óskil­orðsbundið fang­elsi, fjög­urra ára öku­leyf­is­svipt­ingu í Dan­mörku og sex ára end­ur­komu­bann til lands­ins.

Fjallað var um málið í FÍB-blaðinu á sínum tíma þar sem fram kom að Íslendingur á ferðalagi í Danmörku hefði verið tekinn fyrir ofsaakstur (vanvidskørsel) eins og það er orðað. Atvikið átti sér stað á Jótlandi skömmu fyrir jól 2021 en Íslendingurinn var þar í þeim erindagjörðum að heimsækja ættingja. Ökumaðurinn var tekinn á yfir 100 km hraða á klukkustund en deilt er um leyfilegan hraða á þeim stað sem hann var tekinn. Hámarkshraði hafði verið 60 km en hafði verið tekinn niður í 50 km að sögn dönsku lögreglunnar. Íslendingurinn var á bílaleigubíl sem lögregla haldlagði á staðnum í því skyni að gera hann upptækan með dómi – sem myndi gera það að verkum að bílaleigan missti bíllinn.

Bílaleigan gerir í framhaldinu þær kröfur að íslenski ökumaðurinn eða leigutakinn greiði bílinn sem metinn er á fjórðu milljón íslenskra króna. Þann 31. mars 2021 tók í gildi ný löggjöf í Danmörku þar sem lögreglan getur lagt hald á ökutæki ef það er notað til svonefnds ofsaaksturs. Á tæplega hálfu ári eftir að nýja löggjöfin var tekin upp hafði lögreglan lagt hald á 510 ökutæki á landsvísu og lagt fram 623 ákærur. Í 586 tilvikum var um ræða hreinan ofsaakstur.

Í viðtali í Morgunblaðinu við Gísla Tryggvason, landsréttarlögmanns og verjanda mannsins, kemur fram að mikil töf hafi orðið í málsferlinu í kerfinu. Töf­in sem Gísli nefn­ir kom til af því að tölvu­kerfi danskra héraðsdóm­stóla varð óaðgengi­legt í síðustu viku með þeim af­leiðing­um að dóms­upp­kvaðning, sem ráðgerð var á fimmtu­dag­inn, frestaðist þar til í gær.

„Eina glæt­an í þessu er að hann er bara lát­inn greiða fimmt­ung máls­kostnaðar vegna þessa klúðurs alls, danska ríkið tek­ur rest­ina. Að öðru leyti var því miður fall­ist á all­ar kröf­ur hand­hafa ákæru­valds, fang­elsi, end­ur­komu­bann, svipt­ingu öku­rétt­inda og svo auðvitað stóra málið, upp­töku bíls­ins,“ seg­ir Gísli í viðtalinu við Morgunblaðið

Þetta sein­asta er sér­stak­lega af­drifa­ríkt þar sem bíla­leig­an mun nú vænt­an­lega gera kröfu á dóm­fellda um allt kaup­verð bif­reiðar­inn­ar. Það mál þarf þó að reka á Íslandi.

„Já, nú þarf bíla­leig­an að sækja á leigu­tak­ann hér heima af því að þeir nýttu sér ekki það réttar­fars­hagræði að fá dóm fyr­ir sinni skaðabóta­kröfu í saka­mál­inu, rétt eins og hér á Íslandi er hægt að koma einka­rétt­ar­kröf­um að í saka­máli í dönsk­um rétti en bíla­leig­an nýtti sér ekki þann kost. Þar með get­um við tekið til varna fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um komi sú krafa fram,“ seg­ir Gísli.

Gísli segir ennfremur í viðtalinu við Morgunblaðið að við rekst­ur slíks máls muni reyna á hvort það stand­ist lög að láta Íslend­ing sem ekki tal­ar dönsku skrifa und­ir leigu­skil­mála á flóknu dönsku laga­máli þar sem enn frem­ur sé vísað til nýrra ákvæða lag­anna um óðs manns akst­ur sem tóku gildi 31. mars 2021.

Frest­ur til að áfrýja mál­inu til milli­dóm­stigs­ins lands­rétt­ar í Dan­mörku, en þar eru tveir dóm­stól­ar, Eystri og Vestri lands­rétt­ur, er tvær vik­ur og tel­ur Gísli ekki tíma­bært að spá neinu um hvort þeir varn­araðilar taki það skref.

„Skjól­stæðing­ur minn hugs­ar það mál og velt­ir því fyr­ir sér hvort nóg sé komið í saka­málaþætt­in­um, málið er alla vega ekki búið hvað snert­ir þetta stóra fjár­hagstjón vegna upp­töku bíls­ins. Þetta er auðvitað óvenju­leg lög­gjöf sem heim­il­ar að bíll þriðja manns [bíla­leig­unn­ar] sé gerður upp­tæk­ur vegna brots öku­manns,“ seg­ir Gísli Tryggva­son lögmaður að lok­um af þessu sér­staka máli Íslend­ings í Dan­merk­ur­heim­sókn sem dró dilk á eft­ir sér en mbl.is fylg­ist áfram með því sem koma skal,“ sagði Gísli Tryggvason í viðtalinu við Morgunblaðið.