Dakar rallið

Dakar rallið sem fram fer í S. Ameríku er í fullum gangi og keppni er hörð milli félaganna í Volkswagen liðinu, þeirra Carlos Sainz og Nasser Al Attiyah. Þeir félagarnir eru langt á undan öðrum keppendum og ef ekkert sérstakt gerist verður annar hvor þeirra sigurvegari.

En nú er ljóst orðið að Volkswagen hefur tekið þann sess sem Mitsubishi hafði áður þegar Pajero Evo bílarnir röðuðu sér í efstu sætin. Mitsubishi gerir hinsvegar ekki lengur út keppnislið í Dakar rallið. Nú eru það VW Touareg keppnisbílarnir sem raða sér í efstu sætin og eins og staðan er nú eru VW bílar fjórir af fimm efstu.

http://www.fib.is/myndir/Carlos_i_roki.jpg
Carlos Sainz á fullu í gær þegar hann
dró talsvert á Nasser Al Attyah. Myndin
efst er af bíl Al Attyah.

 Spánverjinn Carlos Sainz, sem sigraði í Dakar rallinu í fyrra sem þá var haldið í fyrsta sinn í S. Ameríku. Strax í upphafi keppni ársins í ár, sem hófst samkvæmt venju á nýjársdag, tók Sainz forystu og framanaf var það hinn áður sigursæli Stephane Peterhansel sem veitti honum harðasta keppni. Óheppnin elti hins vegar Peterhansel og hjólbarðar undir BMW X3 bíl hans voru að springa í tíma og ótíma.

En Qatar-búinn Nasser Al Attiyah, liðsfélagi Sainz, tók forystuna á þeim kafla keppninnar þar sem leiðin lá yfir eyðimörk með gríðarmiklum sandöldum. Þar var Al Attyah greinilega á heimavelli en í gær tókst Sainz að draga verulega á hann og þá skildu einungis rúmar þrjár mínútur í milli þeirra.  Sá sem hins vegar er nú þriðji í röðinni, Giniel de Villiers, líka á VW Touareg, er langt á eftir Sainz. Tæpur klukkutími skilur í milli þeirra og milli Peterhansel og Sainz er bilið klukkustund og 43 mínútur.

 Eftir gærdaginn er röð fimm efstu manna þessi:

1. Nasser Al-Attiyah Volkswagen 30.56,25s
2. Carlos Sainz Volkswagen + 03,18s
3. Giniel de Villiers Volkswagen + 55,51s
4. Stephane Peterhansel BMW + 1.42,48s
5. Mark Miller Volkswagen + 2.45,19s

Dakar rallinu lýkur á upphafsstað keppninnar í Buenos Aires í Argentínu á sunnudag.