Dakar rallið á lokasprettinum

Eftir áfanga gærdagsins í Dakarrallinu rýrnuðu sigurlíkur Spánverjans og sigurvegarans í fyrra, Carlos Sainz, enn frekar. Hann villtist tvisvar, það sprakk hjá honum, gírkassinn bilaði og hann festi bílinn. Liðsfélagi hans hjá Volkswagen, Nasser Al Attiyah, er nú fremstur í keppninni með 12 og hálfrar mínútu forskot á Sainz.

„Þetta var sannarlega ekki góður dagur“ sagði Sainz við fréttamann Eurosport sjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi.  En keppninni væri enn ekki lokið og hann myndi gera sitt besta og reyna að saxa á forskot Al Attiyah. En það eru síðustu forvöð fyrir hann, því að keppninni lýkur á sunnudag. Sigurlíkur Peterhansels, þess manns sem oftast hefur sigrað í Dakar rallinu eru mjög litlar orðnar. Forskot Al Attiyah á Peterhansel er nú ein og hálf klst.

Röð tíu efstu manna í bílaflokki Dakar Rallsins er nú þessi:

1. Nasser Al-Attiyah Volkswagen 33.58,34
2. Carlos Sainz Volkswagen + 00.12,37
3. Giniel de Villiers Volkswagen + 00.46,57
4. Stephane Peterhansel BMW + 01.39,32
5. Mark Miller Volkswagen + 03.40,43
6. Krzysztof Holowczyc BMW + 03.49,37
7. Ricardo Leal dos Santos BMW + 05.48,25
8. Christian Lavieille Nissan + 06.27,23
9. Guilherme Spinelli Mitsubishi + 07.25,57
10. Erik Van Loon Mitsubishi + 13.38,12