Dakar rallið byrjaði í dag, gamlaársdag

The image “http://www.fib.is/myndir/Dakarrall2006.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Dakar rallið, ein erfiðasta aksturskeppnin sem haldin er, hófst í dag í Lissabon í Portúgal og er nú fyrsta áfanganum lokið. Alls voru skráð til keppni 252 mótorhjól og 322 bílar , stórir og smáir en ekki hóf þó allur sá fjöldi keppni í morgun. Þeir sem stóðust skoðun og fengu að hefja keppni voru samtals 475 farartæki sem er metfjöldi. Mótorhjólin voru 232, bílarnir voru 174 og trukkarnir 69.
Akstursleið Dakar rallsins er samtals 9.043 kílómetrar, sérleiðir eru samtals 4.813 km og leiðin liggur um Portúgal, þar sem upphafið er, og um Spán að strönd Miðjarðarhafs þaðan sem keppendur, aðstoðarfólk og farartæki verða ferjuð yfiir til Marokkó. Frá Marokkó verður ekið um Máritaníu, Malí, Gíneu, og Senegal. Keppnin endar svo í útborg Dakar í Senegal sunnudaginn 15. janúar.
Mitsubishi liðið hefur verið nánast ósigrandi í Dakar rallinu um árabil og ætlar sér enn og aftur stóra hluti. Ökumenn Mitsubishi liðsins eru allir gamalreyndir jaxlar. Þar skal fyrstan telja Stephane Peterhansel sem er margfaldur sigurvegari, fyrst á mótorhjólum og því næst á Mitsubishi Pajero Evolution. Aðrir ökumenn Mitsubishi liðsins eru Luc Alphand, fyrrum skíðamaður og heimsmeistari í bruni, Hiroshi Masuoka tvisvar sigurvegari Dakarrallsins og Joan (Nani) Roma. Aðstoðarökumenn í sömu röð eru Jean-Paul Cottret, Gilles Picard, Pascal Maimon og Henri Magne.
Núna eftir fyrsta áfanga rallsins er staðan þessi:
1. Carlos Sainz/Andreas Schulz á Volkswagen Touareg 56m 20s
2. Carlos Sousa /Jean-Marie Lurquin á Nissan Pick-Up 57m 50s
3. Bruno Saby/Michel Périn á Volkswagen Touareg 58m 11s
4. Jutta Kleinschmidt/Fabrizia Pons á Volkswagen Touareg 58m 44s
5. Guerlain Chicherit /Matthieu Baumel á BMW X3 CC 59m 22s
6. Joan Roma /Henri Magne á Mitsubishi Pajero/Montero Evolution 59m 32s
7. Luc Alphand/Gilles Picard á Mitsubishi Pajero/Montero Evolution 59m 40s
8. Giniel de Villiers /Tina Thörner á Volkswagen Touareg 59m 48s
9. Thierry Magnaldi/Arnaud Debron á Schlesser-Buggy 59m 50s
10. Mark Miller/Dirk Von Zitzewitz á Volkswagen Touareg 1h 00m 00s
11. Jean-Louis Schlesser (F)/Francois Borsotto á Schlesser-Buggy 1h 00m 06s
12. Stephane Peterhansel /Jean-Paul Cottret á Mitsubishi Pajero/Montero Evolution 1h 00m 42s
13. Hiroshi Masuoka/Pascal Maimon á Mitsubishi Pajero/Montero Evolution 1h 00m 54s