Dísilolían lækkar um fimmkall

Olíufélögin Atlantsolía, Bensínorkan og Skeljungur lækkuðu nú í morgun verð á dísilolíu um 5 krónur. N1 fylgdi svo í kjölfarið. Ástæðan er sögð lækkun á heimsmarkaðsverði á dísilolíu síðustu daga.
Eftir lækkunina kostar dísilolíulítrinn hjá Orkunni yfirleitt 159,10 krónur. Hjá Skeljungi kostar hann kr. 162,80 og hjá Atlantsolíu kostar lítrinn kr. 159,20. Bensínverðið er óbreytt.
English
Gerast Félagi
Eldsneytisvaktin

