Drottningin enn að keyra þrátt fyrir háan aldur

Elizabet II Englandsdrottning, sem er 91 árs gömul, lætur engan bilbug á sér finna og keyrir ennþá um þó ekki sé um langar leiðir að ræða. Samkvæmt lögum er hún sú eina sem má keyra án ökuréttinda. 

Elizabet lærði samt áður að keyra og fékk ökuskírteini í hendurnar 1945. Samkvæmt breskum fjölmiðlum hefur Land Rover alla tíð verið hennar uppáhaldsbíll en hún hefur alla tíð haft töluverðan áhuga á bílum.

Drottningin sást fyrst opinberlega á Land Rover 1951 og þá tengslum í athöfn til heiðurs föður hennar.

Um síðast liðna helgi sást til drottningarinnar aka á Jaguar X-Type Sportwagon frá Royal All Saints kapellunni í Windsor Park þangað sem hún sótti guðþjónustu í fylgd öryggisvarða. Þrátt fyrir háan aldur er Eizabet við góða heilsu og því allir vegir færir eins og breskir fjölmiðlar komust að orði í vikunni.