Dýrafjarðargöng - nýtt met í gangagreftri

Nýtt met var slegið í gangagreftri í vikunni sem leið þegar göngin lengdust um 111,0 metra og er það einnig nýtt íslandsmet. Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 796,8 m og samanlögð lengd ganga 4.454,4 m sem er 84,0% af heildarlengd. Lengd að gegnumbroti er nú 846,6 m.

Framundan er næst síðasta útskotið og verður framvinda því hægari en ella en hver veit, þegar vinnu við útskot líkur, nema enn eitt metið verði slegið á komandi vikum.

Framkvæmdin felur í sér lagningu nýs vegar og nýrra ganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum, frá Mjólkárvirkjun í Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú; 8,1 km af nýjum vegi og 5,6 km langra ganga. Því er um að að ræða 13,7 km langt vegstæði. Stytting á Vestfjarðarvegi verður 27,4 km.