Dýrastir og ódýrastir!

Á sænskri heimasíðu sem nefnist Insplanet er stöðugt verið að bera saman verð og kjör á ýmissi þjónustu við almenning, svo sem raforku, tryggingum, bankalánum, bæði inn- og útlánum og öðru sem varðar fjármál heimilanna. Þar er nú að finna lista þar sem borið er saman hvað kostar að meðaltali að tryggja einstakar tegundir fólksbifreiða í eitt ár. Ódýrustu tryggingarnar leggjast á Daewoo bíla en dýrast er að tryggja Maserati. Munurinn er 936 prósent.

Könnun Insplanet fór þannig fram að 13 tryggingafélög voru spurð 100 þúsund sinnum (amk einu sinni fyrir hverja tegund og undirgerð bíls) hvað kostaði árstrygging á nýkeyptan bíl.Um var að ræða tryggingu sem kallast helförsäkring, sem er bæði hefðbundin íslensk ábyrgðartrygging ásamt kaskótryggingu.

Það kemur sjálfsagt ekki á óvart að minni og ódýrari bílarnir eru með lægstu tryggingagjöldin, en stóru og dýru lúxusbílarnir þau hæstu. Daewoo reyndist afgerandi sú tegund sem ber lægstu tryggingaiðgjöldin. Allar undirgerðir Daewoo kosta að meðaltali 73.244 ísl. krónur á ári. Á eftir Daewoo koma svo Dacia og Skoda.

Röðin er annars þessi og eru tryggingaiðgjöldin umreiknuð í íslenskar krónur:

1. Daewoo: 73.244 kr
2. Dacia: 82.900 kr
3. Skoda: 85.000 kr
4. Renault: 87.090 kr
5. Citroën: 87.090 kr
6. Suzuki: 88.600 kr
7. Opel: 89,330 kr
8. Hyundai: 91,050 kr
9. Toyota: 93,380 kr
10. Peugeot: 94,830 kr
11. Seat: 95,330kr
12. Kia: 96,570 kr
13. Pontiac: 97,920 kr
14. Saab: 98,000 kr
15. Volvo: 101,390 kr
16. Smart: 102,760 kr
17. Fiat: 103,980 kr
18. Ford: 104,070 kr
19. Volkswagen: 104,970 kr
20. Rover: 106,560 kr
21. Honda: 108,150 kr
22. Iveco: 117,010 kr
23. Mazda: 118,980 kr
24. Mitsubishi: 123,790 kr
25. Nissan: 129,800 kr
26. Mini: 130,030 kr
27. Isuzu: 139,350 kr
28. MG: 143,120 kr
29. Rolls-Royce: 144,400 kr
30. Chrysler: 146,600 kr
31. Audi: 149,800 kr
32. Alfa Romeo: 150,810 kr
33. Subaru: 151,420 kr
34. Jeep: 153,910 kr
35. Lexus: 172,560 kr
36. Mercedes: 173,900 kr
37. Cadillac: 180,900 kr
38. BMW: 191,380 kr
39. Ssangyong: 192,300 kr
40. Jaguar: 212,420 kr
41. Land Rover: 249,600 kr
42. Dodge: 262,120 kr
43. Chevrolet: 273,500 kr
44. Lincoln: 273,600 kr
45. GMC: 274,400 kr
46. Porsche: 316,900 kr
47. Infiniti: 411,100 kr
48. Hummer: 419,500 kr
49. Lotus: 471,000 kr
50. Ferrari: 544,500 kr
51. Aston Martin: 562,700 kr
52. Bentley: 613,700 kr
53. Lamborghini: 628,900 kr
54. Maserati: 685,600 kr