Einkabíllinn fyrsti kostur

Þýska fyrirtækið Continental, sem sérhæfir í sig í framleiðslu á vörum í bílaiðnaðinum, hefur frá árinu 2011 unnið að ýmsum rannsóknum sem lúta að notkun bílsins og ferðavenjum fólks. Í nýlegri könnun sem framkvæmd var í Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, Kína og Japan voru bifreiðaeigendur spurðir m.a. um notkun bílsins í heimsfaraldri og hug þeirra til rafbíla í framtíðinni.

Könnunin leiddi meðal annars í ljós að ferðavenjur fólks í þessum löndum sem könnunin náði til breyttist í raun ekki mikið. Einkabíllinn var fyrsti kostur og notkun hans minnkaði ekki. Margir kusu að ferðast á bíl eða á reiðhjóli á meðan notkun almenningssamgangna hefur dregist verulega saman víðast hvar.

Þrátt fyrir að margir hafi verið að ferðast mun minna í heimsfaraldrinum en áður þá skýrir stór hluti þeirra sem tók þátt í könnunni frá því að þeir hafií raun notað meira bíla sína.

Aðra sögu er að segja varðandi almenningssamgöngur. Helmingur íbúa í Þýskalandi segist nota almenningssamgöngur sjaldnar en áður og sama hlutfall er í Kína og Japan. Spurning er hvort þessi þróun haldi áfram þegar faraldurinn er liðinn hjá. Sumar niðurstöður könnunarinnar virðast benda til þess. Samnýting á bílum í sumum löndum verður ennfremur sífellt mikilvægari, sérstaklega á þéttbýlisvæðum.

Hvað rafbílakaup áhrærir er minni áhugi í þessum löndum en til að mynda á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Raunar er hann langt undir væntingum. Um þriðjungur aðspurðra í Þýskaland sagðist geta hugsað sér að kaupa rafbíl í framtíðinni. Þess má geta að árið 2013 var áhuginn um 17% í könnun sem þá var gerð. Vilji fólks fyrir slíku er aftur á móti fyrir hendi en það er hrætt við ákvörðunatökuna.

Í Frakklandi og Bandaríkjunum er helmingur þátttakenda ekki tilbúinn alveg strax að fjárfesta í rafmagnsbíl. Áhuginn fyrir rafbílakaupum er hins vegar mun meirii í Kína. Þátttakendur benda ennfremur á að innviðauppbygging sé stutt á veg komin og það leiki stóran þátt um hugsanleg kaup á rafbíl. Mikil vinna sé fram undan í uppbyggingu á hleðslustöðvum og öðrum þáttum sem lúta að rafbílavæðingunni sem nú blasir við á næstu árum.