Einstæður afsláttarsamningur

http://www.fib.is/myndir/Veldu-2-AO.jpg
Frá og með deginum í dag fá félagsmenn FÍB sem jafnframt eru handhafar dælulykils FÍB og Atlantsolíu allt að sex króna afslátt af hverjum eldsneytislítra sem þeir kaupa á sjálfsafgreiðslustöðvum Atlantsollíu með því að nota dælulykilinn. Fullyrða má að þetta eru bestu kjör sem bjóðast nokkursstaðar á íslenska eldsneytismarkaðinum því að í samningi FÍB og Atlantsolíu eru engin undirmál eins og punktasöfnun, lágmarks magn eða aðrir „smáletursfyrirvarar“ af neinu tagi. http://www.fib.is/myndir/Veldu-AO-flyer.jpg

Handhafar dælulykla FÍB og Atlantsolíu fá í hvert sinn sem þeir dæla eldsneyti á bíla sína fjögurra króna afslátt frá útsöluverðinu eins og það er á hverjum tíma. Því til viðbótar geta handhafar sett sig í samband við FÍB og valið sér eina tiltekna stöð Atlantsolíu þar sem þeir síðan fá sex króna afslátt af lítraverðinu.

Einungis skuldlausir félagar í FÍB geta fengið dælulykil FÍB og Atlantsolíu og njóta þeir einir þessara einstöku kjara. Miðað við 20 þúsund km akstur á ári á   heimilisbíl sem eyðir um 14 lítrum að meðaltali á hundraðið þá getur fjölskyldan lækkað eldsneytiskostnað heimilisbílsins um hátt í 17 þúsund krónur yfir árið með því að nýta sér þennan samning FÍB við Atlantsolíu. Það munar um minna. (M.v 20 þ. km ársakstur).

Á myndinni hér til hægri eru upplýsingar um hvar eldsneytisstöðvar Atlantsolíu er að finna. Einnig er þar að finna nánari upplýsingar um hvernig ganga má í FÍB og sækja um dælulykil FÍB og Atlantsolíu.