Einstakt umhverfi hér á landi að vera með umhverfisvæna orku

Í hlaðvarpsþættinum Ekkert rusl í umsjón Lenu Magnúsdóttir og margrétar Stefánsdóttir á hlaðvarpsvef mbl.is ræddu þeir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, og Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, um rafbílavæðinguna sem er mjög hröð um þessar mundir.

Rafbílavæðing landsmanna hefur tekið mikinn kipp á síðustu árum. Fjöldi rafbíla og tengil­tvinnbíla hér á landi fór úr tæpum 12 þúsundum árið 2020 og í 17 þúsund ári seinna. Það er til marks um breytinguna að einungis 5 rafbílar voru hér á landi fyrir rúmum áratug. Nær 80 prósent þessara bifreiða voru í eigu heimila í ágúst 2021.

Stór­stíg­ar fram­far­ir séu í fram­leiðslu raf­bíla

Ástæðurnar fyrir þessum vinsældum rafbíla eru margþættar og má þar nefna hertar reglur Evrópusambandsins um útblástursmagn bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, en þær hafi ýtt mjög við bílaframleiðendum í Evrópu. Run­ólf­ur og Jón Trausti spá því að stór­stíg­ar fram­far­ir séu í fram­leiðslu raf­bíla og eft­ir 2-3 ár verði raf­magns­bíl­ar um­tals­vert ódýr­ari en þeir eru í dag. Tölur á þessu ári sýna að langflestar nýskráningar fólksbifreiða er í sölu á nýorkubílum. Fjölgunin er jafnvel enn meiri en spár gerðu ráð fyrir.

Jákvætt að sjá þau umskipti sem eru að verða í samgöngum

,,Það er mjög jákvætt að sjá þau umskipti sem eru að verða í samgöngum. Mikil aukning í nýskráningum á rafbílum er að eiga sér stað. Við sjáum ennfremur að æ fleiri treysta sér til að eiga rafbíl. Framboðið á þessum bílum er alltaf að verða meira svo almenningur hefur úr meiru að velja en áður,“ sagði Runólfur.

Íslendingum gengur vel í innleiðingu á ragmagnsbílum

Jón Trausti sagði m.a. að aðalmarkmið fyrirtækisins væri að vera umhverfisvætt og það gerðist m.a. með sölu á rafbílum. Við höfum lagt á það meiri áherslu á síðustu misserum að velja rafbíla frá okkar byrgjum. Það er ótrúlega gaman og spennandi að sjá hvað framleiðendur eru að gera í þessum efnum. Sem dæmi get ég nefnt að verksmiðjur Mercedes Benz, sem eru fjölmargar um allan heim, eru allar keyrðar á 100% endurnýtanlegri orku. Íslendingum gengur vel í innleiðingu á ragmagnsbílum og eru í öðru sæti í Evrópu en Norðmenn eru þar fremri,“ sagði Jón Trausti.

Runólfur sagði að jákvæð skref hefðu verið tekin í rafbílavæðingunni en betur má ef duga skal. Stjórnvöld verða að koma að þessu málum með kröftugri hætti með það að leiðarljósi að létta fólki í kaupum á rafbílum. Það skipti verulegu máli. Norðmenn hafa tekið á þessum málum með ýmsum ílvilnunum og getum við lært margt af þeim í þessum efnum. Framsýnin á að vera með beittari hætti en gert hefur verið fram að þessu.

Skapa ákveðin jöfnuð og hjálpa fólki sem hefur minna umleikis

,,Við erum bjartsýn á það til lengri tíma litið og í náinni framtíð þá verði framleiðsla á þessum ökutækjum ekki hlutfallslega dýrari en hefðbundinna sprengihreyfilsbíla. Þá verði ekki sérstök þörf á sértækar skattaívilnanir. Rafbíll er í dag dýr eftir sem áður. Það gæti því myndast gjá hjá fólki sem hefur minna umleikis sem hefur ekki sömu stöðu og möguleika til að eignast rafbílinn en þeir sem hafa meira á milli handanna. Það þarf að skapa þarna ákveðin jöfnuð og hjálpa fólki þegar að því kemur að kaupa svona bíla. Við búum við það einstaka umhverfi hér á landi að vera með umhverfisvæna orku varðandi rafmagn. Þar höfum mikið forskot miðið við aðra,“ sagði Runólfur.

Margt annað bar á góma í þættinum sem var á allan upplýsandi og fræðandi. Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.