Eitt og sama skilagjald í ES?

http://www.fib.is/myndir/GamallBentley.jpg
Gamall Bentley í Reykjavík. Bílar án hvarfa gefa frá sér 10-100 sinnum meira af CO2 og öðrum mengunarefnum en nýjustu bílar.

Forsætisland Evrópusambandsins (ES), Tékkland, vill að skilagjald fyrir bíla sem settir eru í eyðingu, verði eitt og hið sama í öllum sambandsríkjunum. Skilagjaldið í Þýskalandi er eins og fram kemur í fréttinni hér á undan, 375 þúsund ísl. kr. fyrir bíla sem eru níu ára eða eldri.

Alexandr Vondra forsætisráðherra Tékklands lagði í gær fram tillögu á Evrópuþinginu um eitt og sama skilagjald á gamla bíla í öllum ríkjum sambandsins. Tillagan var sett í nefnd sem á að skila áliti sem lagt verður fyrir fund forsætisráðherra ES-ríkjanna sem haldinn verður í næsta mánuði.

Höfuðtilgangur hins háa skilagjalds í Þýskalandi er að örva bílaframleiðsluna í landinu og þar með sölu nýrra bíla. Að hluta til er tilgangurinn líka að draga úr útblæstri á CO2 því að eigendur gömlu bílanna fá hið háa skilagjald greitt sem afslátt af verði nýs og miklu umhverfismildari bíls.

Svipaða sögu er að segja frá Frakklandi. Þar var sérstakt skilagjald, 150 þúsund ísl. kr. innleitt í desember sl. Gjaldið er greitt út þannig að það er dregið frá verði nýs umhverfismilds bíls sem gefur ekki meir en 160 grömm af CO” á hvern ekinn kílómetra. Gjaldið skal alltaf draga frá verði nýja bílsins hvað svo sem það er. Séu einhverjir afslættir eða sérverð í gangi skal skilaverðið bætast við það.