Ekkert lát á sölu rafbíla í Noregi

Norðmenn hafa verið mjög áhugasamir um rafbíla og í dag er um 145.000 rafbílar skráðir í landinu. Langflestir bílanna eru á Osló-svæðinu en þeim fer jafnt og þétt fjölgandi á landsbyggðinni.

Norðmenn hafa sett sér það markmið að hafa minnst tvær hraðhleðslustöðvar á fimmtíu kílómetra fresti. Það þykir háleitt markmið enda landið stórt en hleðslustöðvarnar eru forsenda þess að rafbílar verði litnir sömu augum og bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti.

Ekkert lát er á sölu rafbíla í Noregi en á þriðja tug þúsund Norðmanna bíða eftir að kaupa rafbíl. Þegar tölur annars staðar frá eru skoðaðar kemur í ljós að Noregur er í algjöru forystuhlutverki hvað rafbílavæðinguna áhrærir.

Skráðir raf- og tengiltvinnbílar á Íslandi eru samtals 7.968 Fyrstu hlöður ON voru teknar í notkun í apríl 2014.  Þá voru einungis 94 rafbílar og 3 tengiltvinnbílar skráðir á Íslandi.