Ekki kaupa Fiat rafbílinn!

Sergio Marchionne forstjóri Fiat/Chrysler á málþingi í Washington nýlega að fyrirtækið tapaði 14 þúsund dollurum á sérhverjum seldum rafbíl af Fiat 500 gerð. “Ég vona bara að þið kaupið hann ekki,” sagði Marchionne. Ummælin féllu þegar hann var inntur eftir söluátaki sem er að hefjast í Oregon ríki í Bandaríkjunum.

Á síðasta ári þegar almenn sala á rafmagnsútgáfu Fiat 500 var að hefjast í Kaliforníu, sagði Marchionne við fréttamenn að hann reiknaði með að tapa um það bil 10 þúsund dollurum á hverjum seldum raf-Fiat 500. Það virðist því sem hann hafi vanreiknað sig þá um fjögur þúsund dollara.

Grunnverð á rafmagns-Fiat 500 er frá 32.300 dollurum. Það er þó alls ekki það verð sem neytendur greiða fyrir bílinn því að frá verðinu dragast þættir eins og afslættir en mestu munar um ríkulegar meðgjafir frá ríki og sveitarfélögum sem meðal annars felast í ýmiskonar skattaafsláttum og beingrgeiðslum. Það sem neytandinn greiðir er þannig rúmur helmingur verðsins eða frá 19.300 dollurum.

En þrátt fyrir þetta eru rafbílar sáralítill hluti nýskráðra bíla í Bandaríkjunum eins og í flestum öðrum bílarlöndum. Ástæðurnar eru taldar fyrst og fremst vera hátt verð á rafhlöðunum í bílunum og síðan langur endurhleðslutími og skammdrægi. Frá upphafi ársins til og með apríl voru um 15 þúsund rafbílar nýskráðir í Bandaríkjunum en það er níu prósenta aukning miðað við sama tímabíl í fyrra.