Eldsneytisgjöld hækka um áramótin

Bensínverð hér á landi mun hækka um 3,4 krónur á lítra um áramótin miðað við óbreytta álagningu og mun lítrinn af dísilolíu hækka um 3,2 krónu á lítra.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, ráðgerir að bensínverð miðað við núverandi útsöluverð og álagningu hækki úr 238,1 krónum (N1 og Olís) í 241,50 krónur á lítra og dísilolía úr 233,10 krónum í 236,30 krónur á lítra.

Bensíngjöldin hækka samtals um 1,85 krónur á lítra. Kolefnisgjald hækkar um 10%, fer úr 9,10 í 10 krónur á lítra hvað bensín varðar. Kolefnisgjald á dísilolíu hækkar úr 10,40 í  11,45 krónur.

Olíugjald hækkar um 2,5%, úr 62,85 krónum í 64,40 krónur á lítra. Virðisaukaskattur leggst síðan ofan á þessi gjöld. Bifreiðagjald, sem innheimt er tvisvar á ári hækkar einnig um 2,5% um áramótin.“