Eldsneytisgjöld hækka um áramótin

Bensínverð hér á landi hækkar um 3,3 krónur á lítra um áramótin og mun lítrinn af dísilolíu hækka um 3,1 krónu á lítra. Gert er ráð fyrir að bensínverð miðað við núverandi útsöluverð og álagningu hækki úr 221,8 krónum í 225,10 krónur á lítra og dísilolía úr 225,3 krónum í 228,4 krónur á lítra.

Í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti í samgöngum hækkar kolefnisgjald um 10%, úr 9,10 í 9,95 krónur á lítra hvað bensín varðar. Kolefnisgjald á dísilolíu hækkar úr 9,45 í 10,40 krónur.

Olíugjald hækkar um 2,5%, úr 61,3 krónum í 62,85 krónur á lítra. Virðisaukaskattur leggst síðan ofan á þessi gjöld. Bifreiðagjald hækkar þar að auki um 2,5% um áramótin.