Eldsneytisverðið lækkaði um krónu í Costco

Áhrifa árásar á olíumannvirki í Sádi-Arabíu um helgina er lítillega farið að gæta hér á landi. Lítrinn af eldsneyti lækkaði þó um eina krónu í Costco í Garðabæ í gær en á sama tíma hækkaði hann um 1,50 - 2,50 krónur á öðrum sölustöðvum.

Í morgun var veðrið eins og áður lægst í Costco. Þar kostaði bensínlítrinn 194,9 krónur og dísillinn 186,9 krónur. Hjá Dælunni í Hæðarsmára og á Salavegi kostaði benslítrinn 198 krónur og dísillítrinn 190 krónur. Hjá Atlantsolíu í Kaplakrika og á Sprengisandi kostaði bensínlítrinn 198,9 krónur og dísillítrinn 190,9 krónur.

Hjá N1 á Reykjavíkurvegi kostaði bensínlítrinn 213,7 krónur og dísillinn 2016,2 krónur. Hjá ÓB í Hæðargarði kostaði bensínlítrinn 198,1 krónur og dísillinn kostaði 190,7 krónur. Hjá Olís var bensínlítrinn lægstur á 233,4 krónur í Borgarnesi og dísillítrinn kostar 225,9 krónur. Loks er bensínlítrinn á 197,9 krónur hjá Orkunni á Dalvegi og verð á dísil 189,9 krónur.

Fram hefur komið að íslensku olíufélögin hafa ekki tekið neinar ákvarðanir um frekari hækkanir en þau fylgjast vel með gangi mála á erlendum mörkuðum í kjölfar árásarinnar í Sádi-Arabíu. Ljóst er samt að ef hækkun á heimsmarkaði verður viðvarandi verði ekki komist hjá því að verðið hér á landi muni hækka enn frekar