Elsneyti hækkar hjá Esso, Olís og Shell

Skeljungur og Olís hafa hækkað verð á 95 oktana bensíni um 3 krónur og Esso um 2.50 krónur lítrann.

Algengt verð á lítra í sjálfsafgreiðslu er 101,70 krónur hjá Shell og Olís en 101,20 hjá Esso. Öll félögin hafa einnig hækkað verð á dísilolíu um 2.50 krónur. Þessar hækkanir eru sagðar tilkomnar vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs.

Atlantsolía er með sama verð og áður eða 97.20 krónur lítrinn af bensíni og 44.70 krónur lítrinn af dísilolíu. Sama á við um Ego, Orkuna og ÓB sem bjóða svipuð verð og Atlantsolía.