Enn dregur úr umferð

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, viku 15 var heldur minni en í vikunni áður og heldur því áfram að dragast saman í samkomubanninu. Mismunandi tímasetning páska spilar líka eflaust inní, en umferðin þar sem hún hefur dregist mest saman, á Hafnarfjarðarveginum, en innan við helmingur þess sem hann var í sömu viku fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Eftir tiltölulega litla sem enga aukningu í samdrætti í viku 14, í umferð um 3 lykil mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu,  kom aftur kippur niður á við í nýliðinni viku, eða viku 15, og reyndist meðalumferð á sólahring vera tæplega 43% minni en í sömu viku á síðasta ári.  Þá er umferðin er að nálgast það að vera helmingi minni en hún var fyrir ári síðan, í umræddum sniðum.  Þess ber þó að geta að páskar voru í lok viku 16 og byrjun viku 17, á síðasta ári en í ár voru þeir í lok viku 15 og byrjun viku 16.  Þetta kann að skekkja samanburðin eitthvað núna og á næstu tveimur vikum eða vikum 16 og 17.

Samdrátturinn á Hafnarfjarðarvegi hefur leitt þessar samdráttartölur og nú er svo komið að hann er kominn í tæplega 52%.  Það er umhugsunarefni hvað er að gerast á þessari leið: Hafnarfjörður- Reykjavík eins og fram kemur í upplýsingum frá Vegagerðinni.

En samdráttartölur skiptast svona niður eftir sniðum, í viku 15.

Hafnarfjarðarvegur við Kópavogslæk      -51,6%
Reykjanesbraut við Dalveg                     -39,6%
Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku      -40,9%